tisdag 12 november 2013

Það er einhver ólga um allt. Stormur í kortum, hvert sem litið er.

Snarvitlaust veður er búið að gera fleiri hundruð þúsund manns heimilislaus á Filippseyjum og stela lífum þúsunda, á meðan sitjum við í sterku, hlýju húsunum og kvörtum yfir öllum þessum 20 metrum á sekúndu sem eru að feykja gardínunum okkar til. Það er ekki einu sinni hægt að hafa opinn glugga!

Í Afríku berast fréttir af stúlkubörnum niður í 10 ára aldur sem eru látnar giftast gömlum, sveittum köllum og eignast með þeim börn. Ein þeirra segist hafa rifnað svo mikið við fæðinguna að hún er með þistil á milli opa, svo hún hefur enga stjórn á hvorki þvagi né hægðum.
En okkar 10 ára börn eru aðeins heppnari. Þau nefnilega hafa það svo gott að þau ná að safna hrúgu af pening til að kaupa nauðsynjar handa útigangsmönnum sem enginn annar nennir að spá í.

Börn eru yndisleg, ófeimin við að láta í ljósi hvar þeim finnst þörfin liggja.

Mín börn fóru með mér að gefa Jól í skókassa og á leiðinni út kom einhver sá hlýjasti svipur á yngri drenginn sem ég hef séð lengi. Eins og hann hefði verið að enda allt hungur í heiminum með þessu litla, fína framtaki sínu. Og ekki ætla ég að taka þessa tilfinningu frá honum, ef hann upplifir þetta mikla gleði í sálinni við að hjálpa öðrum að þá frekar hvet ég hann til þess.

Við þurfum að minna okkur sjálf á reglulega hvað það eru mikil forréttindi að búa í þessum heimshluta. Þó það séu ekki allir ánægðir með ríkisstjórnina eða úrslitin í fótboltanum, þá er okkur óhult og okkur er hlýtt.

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar