måndag 17 juni 2013

Fínt að vera feitur.

Það er greinilega voða mikið í tízku í dag, að það sé bara allt í lagi og æðislegt að vera feit/ur.
Og þegar ég segi feitur meina ég að vera í áberandi yfirþyngd, ekki bara þetta eina gramm sem sumar sveiflast með á alla kanta og halda að þær þurfi að fara að gera eitthvað í málunum.
Nei, konur eru að birta myndir af mjööög íturvöxnum konum í bikiníi, það er talað um að hver og einn hafi frelsi til að líta út eins og hann vill og að það sé bara fallegt og æðislegt að vera feit. Maður eigi bara að vera feitur alla ævina helst.

Nú. Ég hef unnið nógu lengi við umönnun/hjúkrun til að geta sagt ýmislegt um offitu sem fæstir pæla nokkru sinni í. Í fyrsta lagi má nefna að öll aðhlynning of þungra einstaklinga er erfið, fólk á erfitt með gang og hreyfingu og verður algjörlega hátt aðstoð annarra langt fyrir aldur fram af þeim orsökum.
Stoðkerfið gefur sig fljótt ef fólk leyfir þyngdinni að eiga sig. Að vera með léleg hné og vera slæm í baki er mjög almennur fylgikvilli, jafnt hjá yngri sem eldri.
Að sinna manneskju með fellingar um allt (undir maga, í nára, hnésbótum ofl.) er vandasamt verk. Það þarf að þrífa allar fellingar, helst daglega, halda þeim þurrum til að forða því að það myndist sár sem síðan getur sýkst. Þá er líka hætta á sveppasýkingum sem er ekki skemmtileg; það fylgir henni vond lykt og þetta getur orðið mjög hvimleitt fyrir þann sem þarf að standa í því.

Síðan eru það auðvitað allir sjúkdómarnir sem fylgja ofþyngd. Sykursýki, hár blóðþrýstingur og aðrir hjarta- og æðasjúkdómar, þunglyndi, gigtarsjúkdómar og guð má vita hvað.

Mér finnst ekkert krúttlegt við það að vera feit, sé engan húmor í því að maður eigi bara að leyfa sér þetta, lífið sé svo stutt og allt það. Well, ef þú vilt stytta lífið enn frekar skaltu endilega halda þessu áfram, en ef þú ætlar að njóta þín og lifa lífinu nokkuð glöð/glaður skaltu frekar hugsa um að hreyfa þig, njóta náttúrunnar, virða líkama þinn því þú færð bara einn slíkan. Það er ekkert kósí að vera alltaf með brjóstsviða, vera andstuttur með bólur og gyllinæð.

Ég mætti sjálf vera léttari, en ég get allavega sagt með góðri samvisku að ég er fullkomlega meðvituð um hætturnar sem fylgja yfirvigtinni og reyni því að sporna við að breytast ekki í eitthvað flykki. Því ég vill ekki vera enn meiri byrði fyrir fólk í aðhlynningarstörfum þegar ég verð gömul. Og svo þykir mér bara svolítið vænt um heilbrigða líkamann minn, mér finnst gott að geta hreyft mig og hlaupið, ég er þakklát fyrir það sem mér hefur verið gefið.

onsdag 12 juni 2013

Bland.is

Við auglýstum kettlingana okkar gefins fyrir nokkrum dögum.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa, einn fór strax daginn eftir, annar er í panti og sá þriðji fór núna áðan.

Í gær var ein dama sem setti sig í samband við mig í gegnum skilaboðakerfið á bland.is, sagðist vera spennt fyrir einum af kettlingnum og spurði hvort hún mætti koma um kvöldið. Ég hélt það nú, lét hana hafa heimilisfangið mitt og beið svo átekta. Hún kom nú ekki, en sendi mér skilaboð í dag og spurði hvort hún mætti koma í kvöld. Ég játti því að sjálfsögðu, en stuttu síðar fæ ég aðra áhugasama sem var til í að koma fljótlega og sækja þennan sama kettling. Ég veit að það þýðir ekkert að "taka frá" hluti þegar auglýst er á blandinu, þannig að ég sagði henni bara að skella sér ef hún gæti, ég myndi svo bara láta hana vita ef hún tæki litla dýrið. Nú, stelpan kom, varð ástfangin og fór svo heim einu stykki kettlingi ríkar. Ég settist strax við tölvuna og sendi þeirri fyrri, sem ætlaði að koma í kvöld, skilaboð um að kettlingurinn væri farinn.
"Báðir?", spyr hún þá, og átti þá við læðuna sem var í auglýsingunni þar til á mánudaginn.
"Já, læðan fór á mánudaginn og fressinn bara núna áðan", svaraði ég.
"Frábært", fékk ég þá til baka. Held að það hafi verið meint í sá kaldhæðni.

Sko.
Það eru 10.000 kettlingar auglýstir gefins á blandinu þessa dagana.
Ég get ekki tekið dýrin frá, sérstaklega ekki fyrir fólk sem kemur ekki þegar það segist ætla að koma.
Það er einn í panti nú þegar, mjög sérstakar aðstæður þar, get ómögulega verið að bæta öðrum við.
Að ætla að vera með einhvern skæting út af því að önnur varð fyrri til, well, kannski er bara ágætt að þú fékkst ekki kisu hjá mér. Hef engan áhuga á að gefa fólki með attitude dýr sem þykir vænt um.


Og hana nú.


onsdag 5 juni 2013

Björgun

Spurning dagsins á Vísi.is í dag er hvort björgunarsveitirnar eigi að rukka erlenda ferðamenn fyrir björgun.
Ég setti hiklaus mitt X við já, en hugsaði í leiðinni að það væri nú erfitt að rukka hvern einasta ferðamann sem lendir í háska á jafn óútreiknanlegu landsvæði og Ísland hefur upp á að bjóða, svo mér datt í hug að enn betri lausn væri að hafa viðurlög við því að brjóta gegn varúðarmerkingum.
Kafari sem lenti í rugli í Silfru um daginn verður kærður fyrir að virða ekki merkingar og reglur sem eiga við kafara á þessu svæði, t.d. að þeir megi aldrei kafa einir og að þeir verði að hafa allan búnað í topplagi.
Hvers vegna ekki að kæra útlendinga, sem slæpast upp á heiðar í öllum veðrum, jafnvel þó vegir séu merktir sem hættulegir/ófærir? Keyra upp á Kjöl á Toyota Yaris, hvaða ævintýraþrá er það?
Það ætti ekki að vera erfitt að koma upp upplýsingaskilti við þessa vegi, þar sem er skýrt tekið fram að sé varúðarmerkingum ekki framfylgt geti það varðað við lög.
Við mættum svo alveg við smá auka krónum í ríkissjóð, með þeim væri jafnvel hægt að styðja við björgunarsveitirnar, hafa þær með í fjárlögunum.

lördag 1 juni 2013

STP

Gæjarnir í Stone Temple Pilots eru búnir að ná sér í nýjan söngvara. 
Hann heitir Chester Bennington.
...Jebb, söngvarinn í Linkin Park. 
Hann hefur svosem alltaf átt nokkur rokkprik hjá mér fyrir söngrödd, hann getur þanið sig eitthvað ef hann virkilega reynir og heldur ágætlega lagi.
En. Hann er bara ekki nærri eins cool og Scott Weiland. Sá maður úsar kúli, meira að segja þegar hann er í tómu rugli. CB er svo pjúr og saklaus (þó hann hafi víst verið í allskonar rugli sjálfur, lent í misnotkun og alles), hann hefur bara ekki þetta edge sem SW hefur. 
Ég sá video í kvöld af STP með Chester þar sem þeir voru að taka Vasoline á einhverjum mini-tónleikum, ég fékk svo mikinn aulahroll við að horfa á hann bókstaflega reyna að herma eftir SW að ég hélt ég myndi skríða úr skinninu á mér. 
En gefum þessu séns. Kannski verður hann fínn á plötu.