onsdag 12 juni 2013

Bland.is

Við auglýstum kettlingana okkar gefins fyrir nokkrum dögum.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa, einn fór strax daginn eftir, annar er í panti og sá þriðji fór núna áðan.

Í gær var ein dama sem setti sig í samband við mig í gegnum skilaboðakerfið á bland.is, sagðist vera spennt fyrir einum af kettlingnum og spurði hvort hún mætti koma um kvöldið. Ég hélt það nú, lét hana hafa heimilisfangið mitt og beið svo átekta. Hún kom nú ekki, en sendi mér skilaboð í dag og spurði hvort hún mætti koma í kvöld. Ég játti því að sjálfsögðu, en stuttu síðar fæ ég aðra áhugasama sem var til í að koma fljótlega og sækja þennan sama kettling. Ég veit að það þýðir ekkert að "taka frá" hluti þegar auglýst er á blandinu, þannig að ég sagði henni bara að skella sér ef hún gæti, ég myndi svo bara láta hana vita ef hún tæki litla dýrið. Nú, stelpan kom, varð ástfangin og fór svo heim einu stykki kettlingi ríkar. Ég settist strax við tölvuna og sendi þeirri fyrri, sem ætlaði að koma í kvöld, skilaboð um að kettlingurinn væri farinn.
"Báðir?", spyr hún þá, og átti þá við læðuna sem var í auglýsingunni þar til á mánudaginn.
"Já, læðan fór á mánudaginn og fressinn bara núna áðan", svaraði ég.
"Frábært", fékk ég þá til baka. Held að það hafi verið meint í sá kaldhæðni.

Sko.
Það eru 10.000 kettlingar auglýstir gefins á blandinu þessa dagana.
Ég get ekki tekið dýrin frá, sérstaklega ekki fyrir fólk sem kemur ekki þegar það segist ætla að koma.
Það er einn í panti nú þegar, mjög sérstakar aðstæður þar, get ómögulega verið að bæta öðrum við.
Að ætla að vera með einhvern skæting út af því að önnur varð fyrri til, well, kannski er bara ágætt að þú fékkst ekki kisu hjá mér. Hef engan áhuga á að gefa fólki með attitude dýr sem þykir vænt um.


Og hana nú.


1 kommentar: