onsdag 5 juni 2013

Björgun

Spurning dagsins á Vísi.is í dag er hvort björgunarsveitirnar eigi að rukka erlenda ferðamenn fyrir björgun.
Ég setti hiklaus mitt X við já, en hugsaði í leiðinni að það væri nú erfitt að rukka hvern einasta ferðamann sem lendir í háska á jafn óútreiknanlegu landsvæði og Ísland hefur upp á að bjóða, svo mér datt í hug að enn betri lausn væri að hafa viðurlög við því að brjóta gegn varúðarmerkingum.
Kafari sem lenti í rugli í Silfru um daginn verður kærður fyrir að virða ekki merkingar og reglur sem eiga við kafara á þessu svæði, t.d. að þeir megi aldrei kafa einir og að þeir verði að hafa allan búnað í topplagi.
Hvers vegna ekki að kæra útlendinga, sem slæpast upp á heiðar í öllum veðrum, jafnvel þó vegir séu merktir sem hættulegir/ófærir? Keyra upp á Kjöl á Toyota Yaris, hvaða ævintýraþrá er það?
Það ætti ekki að vera erfitt að koma upp upplýsingaskilti við þessa vegi, þar sem er skýrt tekið fram að sé varúðarmerkingum ekki framfylgt geti það varðað við lög.
Við mættum svo alveg við smá auka krónum í ríkissjóð, með þeim væri jafnvel hægt að styðja við björgunarsveitirnar, hafa þær með í fjárlögunum.

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar