måndag 12 augusti 2013

Mánudagur

Ég hitti ansi hressan leigubílstjóra í dag.
Þegar ég sest inn í bílinn hans verður mér á orði að maður kunni ekki við annað en að setja á sig beltið, þegar tímarnir eru svona eins og þeir hafa verið undanfarið. Þá átti ég að sjálfsögðu við að það hafa verið svo mörg banaslys síðustu vikur að manni finnst öryggið eigi að vera algjörlega í fyrirrúmi.
Þá bregst minn bara hinn versti við, fer að tala um hvað það sé mikil hystería í fólki nú til dags.
Börn eiga bara að vera í bílstólum og hjálma um allt, og svo má fólk varla setjast í bíl lengur án þess að þurfa að setja á sig belti. Börnin verði nú að læra að verja sig.
"Og þetta að hraðinn drepi? Það var nú gerð rannsókn í Þýskalandi og þeir komust nú bara að því að fæstu banaslysin þar verða á autobahn, þar sem er ótakmarkaður hraði!"

Æi, svona fólk, sem talar bara í einhverri samhengisleysu. Gaman að því.

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar